Verkefni
Álversgrunnur á Reyðarfirði
Suðurverk vann alla jarðvinnu auk ýmissa annarra verka við álversframkvæmdir á Reyðarfirði. Verkkaupi var kanadíska verktakafyrirtækið Bechtel sem byggði álverið fyrir Alcoa. Verkið hófst 2004 og lauk 2007.
Helstu verkþættir voru gröftur jarðefna upp á 1.600.000 m³ og sprengigröftur 2.600.000 m³. Í framhaldi valdi Bechtel Suðurverk til að vinna marga minni samninga vegna ánægju með samstarfið og á endanum varð verðmæti verksins nálægt 6 miljörðum, meira en tvöfaldur upprunalegi samningurinn.
Myndir frá verkinu