Verkefni


Suðurverk hefur í áratugi verið meðal öflugustu jarðvinnuverktaka á Íslandi og verkin eru orðin mörg. Stærstu verkin eru virkjanamannvirki, stíflur, skurðir og grjótgarðar auk vegagerðar og vinnu við undirstöður mannvirkja. Of langt mál væri að gera þeim öllum ítarleg skil en hér á vefnum verður gerð grein fyrir helstu verkum Suðurverks.
Suðurstrandarvegur


Suðurverk hf sér um að gera vestari hluta Suðurstrandarvegar. Verkið felst í því að leggja síðustu fimmtán kílómetra Suðurstrandarvegar milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála austan Grindavíkur og á vegurinn að vera tilbúinn með bundnu slitlagi haustið 2012.


Innifalið í verkinu er lögn ræsa, gerð reiðstíga og girðinga ásamt gerð tenginga við veginn. Heildar efnismagn í þessu verki er 304.000  rúmmetrar af efni í fyllingar og burðarlag og 333 fermetra klæðning og yfirborðsfrágangur.


Myndir frá verkinu

Landeyjahöfn


Framkvæmdirnar við Landeyjahöfn byrjuðu í ágúst 2008 og þeim lauk í nóvember 2010. Suðurverk sá um efnisvinnslu, brimvarnargarða, viðlegukant og stöðvarhús.


Til efnistöku var opnuð náma í Seljalandsheiði í 500 metra hæð þar sem allt efni í 650.000 m³ grjótgarða og 550.000 m³ vegfyllingar var unnið og flutt á framkvæmdasvæðið. Stærstu björgin voru mörg 12-30 tonn að stærð.


Myndir frá verkinu

Álversgrunnur á Reyðarfirði


Suðurverk vann alla jarðvinnu auk ýmissa annarra verka við álversframkvæmdir á Reyðarfirði. Verkkaupi var kanadíska verktakafyrirtækið Bechtel sem byggði álverið fyrir Alcoa. Verkið hófst 2004 og lauk 2007.


Helstu verkþættir voru gröftur jarðefna upp á 1.600.000 m³ og sprengigröftur 2.600.000 m³. Í framhaldi valdi Bechtel Suðurverk til að vinna marga minni samninga vegna ánægju með samstarfið og á endanum varð verðmæti verksins nálægt 6 miljörðum, meira en tvöfaldur upprunalegi samningurinn.


Myndir frá verkinu

Hringtorg á Reykjanesbraut


Suðurverk var framkvæmdaaðila að hringtorgi á Arnanesvegi yfir Reykjanesbraut en framkvæmdir þar stóðu frá febrúar til nóvember 2008. Hringtorgið er um leið brú og mislæg gatnamót.


Magnið í þessu verki var 160.000 m³ af fyllingum, 65.000 m³ af uppgreftri, 2.700 m³ af steinsteypu, 340 tonn af stáli og 4.220 tonn af malbiki.